Um tækið
Þráðlausa tækið sem er lýst í þessari handbók er samþykkt til notkunar í GSM/EDGE
850/900/1800/1900 MHz. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Tækið styður nokkrar tengingaraðferðir og eins og við á um tölvur gæti það verið
berskjaldað fyrir vírusum og öðru skaðlegu efni. Fara skal með gát við meðhöndlun
skilaboða, tengibeiðna, við vefskoðun og við niðurhal. Aðeins skal setja upp og nota
þjónustu og hugbúnað frá áreiðanlegum aðilum sem bjóða upp á nægjanlegt öryggi
og vörn, líkt og Symbian Signed hugbúnað eða hugbúnað sem hefur staðist Java
Verified™ prófun. Þú ættir að íhuga að setja vírusvarnarhugbúnað og annan
öryggishugbúnað upp í tækinu og tölvum sem tengjast við það.
Í tækinu gætu verið foruppsett bókamerki og tenglar á netsíður þriðju aðila sem
gætu gert þér kleift að nálgast slíkar síður. Þær tengjast ekki Nokia og Nokia leggur
hvorki stuðning sinn við þær né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú nálgast slík svæði skaltu
huga að öryggi og efni.
Viðvörun:
Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á
tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið
truflun eða hættu.
6
Öryggi
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf
og lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar geta
hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda, tónlistar og annars efnis.
Taktu öryggisafrit eða haltu skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru
í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum
upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en á skjá tækisins.
Aðrar mikilvægar upplýsingar um tækið er að finna í notendahandbókinni.