Öryggi tenginga
Ef öryggisvísirinn birtist á meðan tenging er virk er gagnasendingin á milli
tækisins og netgáttarinnar eða miðlarans dulkóðuð.
Öryggistáknið sýnir ekki öryggi gagnasendingar milli gáttarinnar og efnisþjónsins
(þar sem gögnin eru geymd). Þjónustuveitan tryggir gagnasendinguna milli
gáttarinnar og efnisþjónsins.
Öryggisvottorð geta verið nauðsynleg fyrir tiltekna þjónustu, líkt og bankaþjónustu.
Látið er vita ef uppruni miðlarans er ekki staðfestur eða ef tækið inniheldur ekki er
rétt öryggisvottorð. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Mikilvægt: Þó að notkun vottorða dragi verulega úr þeirri áhættu sem fylgir
fjartengingum og uppsetningu hugbúnaðar verður að nota þau rétt svo að aukið
öryggi fáist. Tilvist vottorðs er engin vörn ein og sér. Vottorðastjórinn verður að
vera með rétt, sannvottuð eða tryggileg vottorð svo að aukið öryggi fáist. Vottorð
eru bundin tilteknum tíma. Ef textinn „Útrunnið vottorð“ eða „Vottorðið hefur enn
ekki tekið gildi“ birtist þó svo að vottorðið ætti að vera gilt skal athuga hvort rétt
dag- og tímasetning sé í tækinu.
Áður en vottorðsstillingum er breytt þarf að ganga úr skugga um að örugglega megi
treysta eiganda þess og að það tilheyri í raun eigandanum sem tilgreindur er.