
SIM-kort og rafhlaða sett í
Mikilvægt: Til að koma í veg fyrir skemmdir á SIM-kortinu skal alltaf fjarlægja
rafhlöðuna áður en þú setur kortið í eða fjarlægir það.
Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt sem micro-SIM-
kort, micro-SIM-kort með millistykki eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá
mynd) í þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður
ekki notkun micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið
skemmdum á minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu
geta skemmst.
1 Fjarlægðu bakhliðina.
2 Taktu rafhlöðuna úr, ef hún er í.
Tækið tekið í notkun 13

Örugg fjarlæging. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en
rafhlaðan er fjarlægð.
3 Settu inn SIM-kortið. Gakktu úr skugga um að snertiflötur kortsins snúi upp.
4 Notaðu skjápennann til að ýta kortinu á sinn stað. Það á að falla að myndinni í
rafhlöðuhólfinu.
Ef SIM-kortið er ekki á sínum stað er aðeins hægt að nota tækið í ótengdu sniði.
5 Settu rafhlöðuna á sinn stað.
14 Tækið tekið í notkun

6 Til að setja bakhliðina aftur á tækið skaltu beina efstu læsihökunum að
raufunum og ýta henni niður þar til hún smellur á sinn stað.